Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima)
'Papula' er finnsk fundrós af óþekktum uppruna. Hún er talin hafa verið flutt frá N-Þýskalandi til Papula herragarðsins í Vyborg í Rússlandi af þýskum kennara sem starfaði þar. Hún barst síðan þaðan til Finnlands með dóttur þýska kennarans þegar hún giftist finnskum garðyrkjumanni. Hún blómstrar hálffylltum, fölbleikum blómum og á að vera nokkuð harðgerð.
"Finnsk þyrnirós óreynd sögð mjög harðgerð í Finnlandi. Ilmar ágætlega, blómstrar um mánaðamót júní - júlí. Er sögð verða meira en 2.m.á hæð."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009