Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima)
'Peter Boyd' er nýlegur danskur þyrnirósarblendingur, ræktaður af Knud Pedersen og markaðssettur 2018. Þetta er einn af fáum þyrnirósarblendingum sem eru lotublómstrandi. Það er ekki komin löng reynsla á hann enn, ég gróðursetti hann vorið 2019, en hann virðist þrífast ágætlega.