Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima)
'Poppius' er sænskur þyrnirósarblendingur ræktaður af Carl Stenberg einhverntíma fyrir 1872. Hún er blanda af fjallarós, Rosa pendulina og fræplöntu af þyrnirós, Rosa pimpinellifolia. Þetta er mjög harðgerð og blómsæl rós, sem blómstrar hálffylltum, bleikum blómum. Hún þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum jarðvegi, en hún þolir smá skugga part úr degi.
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009