Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima / Pimpinellifolia)
'Red Nelly' (sh. 'Single Cherry') er þyrnirósarblendingur af óþekktum uppruna með rauðbleikum, einföldum blómum. Hún er nokkuð harðgerð og blómsæl við rétt skilyrði, en hún þrífst best í sól í sendnum, vel framræstum jarðvegi. Hún ber þess greinilega merki að vera af þyrnirósarkyni, laufið er smágert og fær rauða og appelsínugula haustliti og hún þroskar svartar, hnöttóttar nýpur.