Þyrnirósarblendingur (Hybrid spinosissima)
'Ruskela' er þyrnirósarblendingur af óþekktum uppruna sem fannst í Vihti í Finnlandi um 1997. Hún er talin hafa verið flutt þangað af Henriksson nokkrum, mögulega frá Austur-Finnlandi, jafnvel St. Pétursborg í Rússlandi, en ekkert er vitað nánar um uppruna hennar.
"Harðgerð finnsk þyrnirós, blómstrar mikið í júlí,ilmandi blómum, verður um 2 m á hæð. H.2.Ísl"
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009