Þyrnirósarblendingur (Hybrid Spinosissima)
'Totenvik' er þyrnirósarblendingur af óþekktum uppruna sem fannst í Totenvik í Noregi. Hún blómstrar hálffylltum, hvítum blómum, sem eru því miður svolítið viðkvæm fyrir rigningu. Hún er mjög harðgerð og blómsæl, sérstaklega ef hún er á vel sólríkum stað í vel framræstum, sendnum jarðvegi.
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009