Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Agnes' er yndisfögur rós með fylltum, gulum blómum. Hún er blendingur ígulrósar og gullrósarinnar 'Persian Yellow', þaðan sem hún fær gula litinn. Hún er ekki sú harðgerðasta af ígulrósarblendingunum, hún þarf þokkalega gott skjól, en hún er ein af þeim fyrstu til að byrja að blómstra. Það er yfirleitt öðruhvoru megin við mánaðarmótin júní-júlí. Hún er sögð lotublómstrandi og á það til að blómstra lítillega aftur í lok ágúst - byrjun september. Hún er fyrsti þekkti kanadíski rósablendingurinn, ræktuð af Dr. William Saunders fyrir 1902, en markaðssett 1922.
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009