Ígulrós
Ígulrós er síblómstrandi runnarós sem vex villt í Japan og Kína. Hún blómstrar einföldum purpurarauðum blómum. 'Alba' er afbrigði með einföldum hvítum blómum. Þetta er mjög harðgerð og kröftug rós og ef hún vex á eigin rót dreifir hún sér með rótarskotum.
Ég hef ekki persónulega reynslu af þessari rós, en Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ skrifaði 2009:
"Mjög harðgerð Ígulrós sem blómstrar í lok júlí og fram eftir ágúst 2.m.á hæð. Þarf grisjunar við á vorin ilmar mikið H.1. Ísl."