Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Dagmar Hastrup' er ígulrósarblendingur af óþekktum uppruna sem markaðssett var af danska rósaræktandanum Knud Hastrup 1914. Hann nefndi rósina eftir konunni sinni og gengur hún einnig undir heitinu 'Fru Dagmar Hastrup'. Þetta er harðgerð, síblómstrandi rós með stórum, einföldum, ljósbleikum blómum. Hún þroskar talsvert af rauðum nýpum á haustin og fær gula haustliti. Þessi rós verður ekki mjög hávaxin og er oft nýtt sem þekjurós. Sumar heimildir herma að hún verði hærri á eigin rót, en ef hún er ágrædd.
"Harðgerð Ígulrós, blómstrar ilmandi blómum í júlí 1,5.m. á hæð. H.2.Ísl."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009