Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'David Thompson' er ígulrósarblendingur sem tilheyrir kanadísku Explorer-seríunni. Hún var markaðssett árið 1970. Annað foreldrið var fræplanta af víxlun Schneezwerg × Fru Dagmar Hastrup og frjógjafinn var óþekktur. Ég þekki ekki hvernig hún hefur reynst hér á landi.