Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Dr. Eckener' er ígulrósarblendingur ræktaður af Vincenz Berger í Þýskalandi 1928. Foreldrarnir voru ónefndur ígulrósarblendingur og terósarblendingurinn 'Golden Emblem'. Eins og aðrir ígulrósarblendingar sem hafa ættir að rekja til terósablendinga, er 'Dr. Eckener' frekar viðkvæm, sennilega viðkvæmasti ígulrósarblendingur sem ég hef prófað. Hún kelur mikið, nánast alveg niður og hefur ekki náð að blómstra neitt. Hefur mjög stóra, rauða þyrna.