Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Hansa' er hollenskur ígulrósarblendingur ræktaður af Schaum & Van Tol 1905. Eins og með margar antíkrósirnar er ætternið óþekkt. Hansarós er vafalaust sá ígulrósarblendingur sem er þekktastur og mest ræktaður hér. Hún er harðgerð og blómsæl og hefur víða verið gróðursett á opnum svæðum og jafnvel umferðareyjum.