Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Kaiserin des Nordens' er rússneskur ígulrósarblendingur ræktaður af Eduard August Von Regel 1879. Henni svipar nokkuð til 'Hansa', en blómin eru heldur dekkri og minni.
"Drottning norðursins. Harðgerð Ígulrós ættuð frá Rússlandi, lík Hansarós en er öll fíngerðari í laufi og blómi. Blómstrar í júli og fram á haust,ilmar mikið og verður um 1,5.m.á hæð. Líklega jafn harðgerð og Hansa. H.1.Ísl."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009