Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Martin Frobisher' er kanadískur ígulrósarblendingur sem tilheyrir Explorer-seríunni. Hún hefur ekki hefðbundið ígulrósarútlit, blómin eru minni og laufið mattara. Hún er afkvæmi ígulrósarblendingsins 'Schneezwerg', en frjógjafinn er óþekktur. Hún virðist nokkuð harðgerð. Ég hef átt hana í nokkur ár og hún vex hægt en örugglega, en hún myndi sjálfsagt blómstra meira, fengi hún meiri sól.
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009