Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Polarsonne' er ígulrósarblendingur sem Strobel í Þýskalandi markaðssetti 1991 ásamt rósinni 'Polareis' ('Ritausma'). Strobel fékk rósina frá Rússlandi, en uppruni hennar er ekki þekktur. Blómin eru fyllt, fallega bleik. Þau eru svona meðal regnþolin, þau skemmast ekki, en ljókka ef það rignir mikið. Hún þarf þokkalega gott skjól og þrífst þá ágætlega.