Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Robusta' er fallegur ígulrósarblendingur, ættaður frá Kordes í Þýskalandi, markaðssett 1979. Blómin eru stór, einföld og dökkrauð og fer tvennum sögum af því hversu ilmandi þau eru. Ég hef ekki þefað af henni sjálf, svo ég veit ekki hversu mikill ilmurinn er. Hún tilheyrir þeim hluta ígulrósarblendinga sem eru í viðkvæmari kantinum og þarf hún því frekar skjólgóðan, sólríkan stað til að blómstra vel.
"Nokkuð harðgerður rugósublendingur, þarf skjól. 1,5 m á hæð. H.3.Ísl. Blómstrar í júlí, ilmar mikið."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009