Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Rotes Meer' (sh. 'Purple Pavement') er þýskur ígulrósarblendingur markaðssettur af Baum 1983. Hún er afkvæmi tveggja fræplantna af 'White Hedge', sem er ígulrósarblendingur með einföldum, hvítum blómum. Hún er sögð harðgerð.
"Harðgerð rós sem blómstrar frá miðjum júli og langt frameftir sumri,ilmar mikið og er um 1,5.m.á hæð H.2.Ísl"
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009