Ígulrós
Ígulrós 'Rubra' er harðgerð runnarós með einföldum, dökkbleikum blómum. Hún er síblómstrandi frá júlí fram á haust og þroskar rauðar, hnöttóttar nýpur. Hún er mjög harðgerð og ef hún vex á eigin rót skríður hún með rótarskotum. Ég hef ekki persónulega reynslu af þessari rós, en Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, skrifaði 2009:
"Báðar þessar rósir eru harðgerðar og blómsælar blómstra í Júlí ,ilma mikið eru um 1,5.m á hæð H.1.Ísl."