Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Sachalin' er fallegur ígulrósarblendingur með hálffylltum, bleikum blómum. Hún var ræktuð af Dz. Rieksta í Lettlandi 1979, eins og 'Ritausma', og eins og hún barst hún til Strobel í Þýskalandi frá Rússlandi sem óþekkt rós. Það var svo Rosen Jensen-Lützow sem markaðssetti hana undir heitinu 'Sachalin' 1988. Það er ekki komin löng reynsla á þessa rós hjá mér, hún er enn frekar lítil, en hún kelur ekki mikið og blómstraði bæði 2019 og 2020. Blómin skemmast ekki í rigningu, en ljókka og verða frekar tætingsleg. Þrífst best í þokkalegu skjóli á sólríkum stað.