Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Schneekoppe' er þýskur ígulrósarblendingur, ræktaður af Baum 1984. Hún blómstrar fölum purpurableikum, ilmandi blómum. Þau eru því miður dálítið viðkvæm fyrir rigningu, ef það rignir mikið ná knúpparnir ekki alltaf að springa út og blómin ljókka mikið. Hún er harðgerð í þokkalegu skjóli og blómstrar best ef hún fær næga sól.