Ígulrósarblendingur (Hybrid Rugosa)
'Skotta' er íslenskur ígulrósarblendingur sem kom upp af fræi í Grasagarði Reykjavíkur um 1965. Fræið kom frá grasagarði í Hollandi og skv. upplýsingum á vefsíðu Yndisgróðurs var það af labradorrósinni 'Betty Bland' og þykir líklegt að ígulrós, Rosa rugosa, hafi verið frjógjafinn. Þessi rós hefur verið gróðursett víða í borgarlandi Reykjavíkur, m.a. í Laugardalnum. Hún fór í dreifingu undir nafninu 'Wasagaming' og var seld undir því heiti í þó nokkur ár, þar til það uppgötvaðist að um nýtt yrki væri að ræða.
'Skotta' er harðgerð rós, sem blómstrar þéttfylltum, bleikum blómum.