Ígulrósarblendingur (Hybrid Jewel)
'Topaz Jewel' minnir nú ekki mikið á ígulrós, en annað foreldrið er þó bleika ígulrósin 'Belle Poitevine'. Hún var ræktuð af Ralph S. Moore í Bandaríkjunum 1987 og blómstrar ilmandi gulum blómum.
"Fallegasta gula rósin, sennilega viðkvæm en hefur vaxið án áfalla bráðum tvö ár og blómstrað tvö sumur. Blómstrar ilmandi blómum að áliðnum júlí. Hæð 1 m. H.3.ísl."
- Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009