Hjónarós
Hjónarós er mjög hávaxin runnarós með einföldum, bleikum blómum. Hún þarf nokkuð skjólgóðan og sólríkan stað, og við þau skilyrði getur hún náð yfir 3 m hæð. Hún byrjar að blómstra í lok júní og stendur í blóma fram eftir júlí mánuði. Hún þroskar rauðgular nýpur, sem eru ætar. Ég fékk rótarskot af hjónarós fyrir nokkrum árum, en hún er enn að reyna að verða stór, svo hún hefur ekki blómstrað.
Myndin er frá Kristleifi Guðbjörnssyni í Mosfellsbæ, sem skrifaði árið 2009:
"Þessi rós er orðin 30 ára ekkert kalið er reyndar í góðu skjóli, blómstrar um mánaðamót júní júlí og ilmar mikið, kemur svo með mjög falleg óransrauð aldin á hausti bragðgóð með eplabragði, er talsvert á fjórða meter á hæð H.2.Ísl"