Wichurana klifurrós (Hybrid Wichurana)
'New Dawn' er wichurana flækjurós sem blómstrar lausfylltum, ljósbleikum blómum. Hún er sport (stökkbreyting) af rósinni 'Dr. W. Van Fleet' og er eins og hún að öllu leiti nema hvað 'New Dawn' er síblómstrandi, en 'Dr. W. Van Fleet' er einblómstrandi. Hún er fyrsta rósin sem var skráð á einkaleyfi og hún markaði upphaf nútíma runnarósa því hún var notuð í kynbótum til að skapa síblómstrandi, nútíma klifurrósir.
Hún þarf sólríkan, skjólgóðan vaxtarstað til að blómstra vel og henni hættir við kali.