Hamingjurós
'Onni' er finnsk centifoliarós af óþekktum uppruna sem fannst í Rovaniemi í Finnlandi. Hún blómstrar þéttfylltum, mikið ilmandi, bleikum blómum í júlí - ágúst og á að vera nokkuð harðgerð. Ég hef ekki reynslu af þessari rós, en Kristleifur heitinn Guðbjörnsson skrifaði 2009:
"Harðgerð blendingsrós frá Finnlandi, verður um 1,5 m á hæð. Ilmar talsvert, blóm um mánaðamót júlí - ágúst. Kölluð Hamingjurósin í Finnlandi. H.2.Ísl."