'Minette' er nokkur ráðgáta. 'Minette' var skráð af Vibert í Frakklandi 1819 og var hún þá skráð sem centifolia rós. Í seinni tíð hefur hún verið flokkuð sem bjarmarós (alba). En nú eru uppi efasemdir um að sú rós sem er í dreifingu undir þessu heiti sé sama rósin og Vibert ræktaði á 19. öld og jafnvel talið að sú rós sé útdauð. Rósin sem nú gengur undir þessu heiti hefur valdið miklu heilabrotum og hafa verið tilgátur um að hún gæti verið damask rós eða frankfurt rós. Hún þykir þó ekki passa inn í neinn af antíkrósaflokkunum, svo hún er hér flokkuð með villirósunum, undir ótilgreindri tegund. Hún er talin sama rós og gamlar sænskar, finnskar og þýskar sortir. Þetta er harðgerð runnarós með fölbleikum, fylltum blómum sem hafa þann galla að þola illa rigningu, svo hún hentar ekki mjög vel í íslenskum rigningasumrum.
top of page
bottom of page