Þekjurós (Ground Cover)
'Flower Cover Gold' er þýsk þekjurós sem blómstrar gullgulum, hálffylltum blómum sem fölna með aldrinum og verða nánast hvít. Hún þarf mjög sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað og vetrarskýlingu. Gæti hentað í pottaræktun þannig að hægt sé að geyma hana í góðu skjóli t.d. köldu gróðurhúsi yfir vetrarmánuðina. Ég hef átt þessa rós í nokkur ár og hún óx úti í beði við suðurvegg með léttri vetrarskýlingu. Ég tók hana upp í haust því það var ekki mikið eftir af henni og ætla að geyma hana í gróðurhúsinu í vetur. Vonandi nær hún sér á strik aftur.
Hafið þið reynslu af þessari rós?