Nútíma runnarós (Modern Shrub) - Explorer-serían
'John Cabot' er kanadísk nútíma runnarós úr Explorer-seríunni sem blómstrar fylltum, sterkbleikum blómum. Hún gæti flokkast sem lág klifurrós, hún þarf stuðning, en verður varla hærri en 2 m hér. Hún þrífst mjög vel í góðu skjóli á sólríkum stað og er mjög blómsæl við þær aðstæður. Kelur yfirleitt ekki mikið ef skjólið er nægilega gott. Virkilega flott rós.