Miniflora rós
'Mandarin' er falleg miniflora rós sem blómstrar fylltum, apríkósugulum og bleikum blómum. Hún var ræktuð af W. Kordes og sonum í Þýskalandi 1987. Ætternið er óþekkt. Þetta er smágerð rós, um 30 - 45 cm á hæð sem hentar vel í potta. Hún er í viðkæmari kanntinum og þarf einhverskonar vetrarskýlingu og skjólgóðan, sólríkan vaxtarstað.
Ég átti þessa rós í nokkur ár, en hún minnkaði með hverju árinu og veslaðist upp á endanum. Myndin er af rós í garði foreldra minna sem hefur vaxið í potti í fjölmörg ár sem er geymdur á mjög skýldum stað yfir veturinn.
Hver er ykkar reynsla af þessari rós?