'Marie-Victorin' er Kordesii blendingur í kanadísku Explorer-seríunni, eins og rósin 'Champlain'. Blómin eru fallega bleik, með laxableikum knúppum. Ég man ekki hversu ilmsterk hún er, en minnir að það hafi verið einhver ilmur. Ég keypti plöntuna í gegnum rósaklúbb GÍ vorið 2017. Hún blómstraði mjög seint það ár, í september, svo hún náði ekki alveg að sýna hvað í henni býr. En það sem hún stal senunni í fyrrasumar. Þar sem hún er í rósabeðinu með dekurrósunum, þá nýtur hún góðs af vetrarskjólinu undir akrýldúknum, svo ég veit ekki hvernig hún stæði sig án vetrarskýlis. Hún á að vera nokkuð harðgerð skv. erlendum harðgerðiskvörðum, USDA zone 3 og H6 á skandínavíska skalanum.
top of page
bottom of page
Ég ákvað að prófa hvernig rósin myndi standa sig fjær skjólinu við vegginn og sú tilraun endaði með því að hún er aftur komin í rósabeðið við vegginn. Hún náði sér ekki á strik á hinum staðnum, líklega fékk hún ekki næga sól. Hún blómstraði lítillega í sumar (2021), en hún þarf sennilega einhvern tíma til að jafna sig áður en hún nær fyrri dýrð.