Nútíma runnarós (Modern Shrub) - Parkland serían
'Morden Ruby' er nútíma runnarós úr kanadísku Parkland seríunni. Hún blómstrar fylltum bleikum blómum, neðri hlið krónublaðanna er dökkbleik, efra borðið er ljósbleikt með dekkri dröfnum. Þau ilma lítið og eru frekar viðkvæm fyrir rigningu, sem er synd, því þau eru mjög falleg. Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað.
Hvernig hefur þessi rós reynst hjá ykkur?