Nútíma runnarós (Modern Shrub) - Parkland-serían
'Morden Sunrise' er nútíma runnarós úr kanadísku Parkland-seríunni frá Morden ræktunarstöðinni í Kanada. Hún blómstrar stórum hálffylltum blómum sem opnast appelsínugul og verða svo apríkósugul með dekkri jöðrum áður en þau fölna yfir í fölgulan með bleikum jöðrum. Hún þarf sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað til að þrífast vel. Við þau skilyrði blómstrar hún ágætlega.
Hver er ykkar reynsla af þessari rós?