Háliðagras
Háliðagras er ekki ræktað sem skrautplanta, en það er algent fóðurgras í túnum. Afbrigðið 'Aureovariegata' er aftur á móti, úrvals garðplanta með fallega röndóttu grasi í gulgrænum litatónum. Það er harðgert og auðræktað, gerir engar sérstakar jarðvegskröfur, en kann þó best við sig í frjóum, hæfilega rökum, vel framræstum jarðvegi. Það vex ekki vel í of blautum eða of þurrum jarðvegi. Blómöxin eru eins og á tegundinni og hafa kannski ekki mikið fegurðargildi, en það er auðvitað smekksatriði. Ég hef oft klippt brúskinn þegar blómöxin birtast til að fríska upp á hann. Þetta afbrigði skríður ekki, það vex að umfangi eins og aðrar fjölærar plöntur, en ekkert umfram það.