Hnúðhafri
Þetta afbrigði af hnúðhafra er með hvítrákóttu laufi sem setur mikinn svip á blómabeð. Það verður nokkuð hávaxið, en það er hægt að klippa það til ef fólk vill heldur hafa það lægra, en þá blómstrar það ekki. Stráin eru mjög falleg ljósgrá puntstrá, sem eru mjög falleg í vasa. Eins og önnur grös, þá líður því best í sól, en þolir þó alveg hálfskugga. Það gerir engar sérstakar jarðvegskröfur aðrar en hæfilega frjóan og vel framræstan jarðveg.