Garðahálmgresi
'Overdam' er afbrigði af garðahálmgresi með hvítrákóttu laufi og purpurableikum blómum. Þó það sé ekki eins dásamað og 'Karl Foerster' erlendis og hefur ekki hlotið neinar viðurkenningar, þá verð ég að segja að mér finnst það fallegra, bæði laufið og stráin. Stráunum hættir þó til að brotna ef vindur blæs of harkalega, það gerðist hjá mér í sumar í óvenju miklu sumarroki, sem var frekar svekkjandi. Að öðru leiti virðist það harðgert og vex vel. Það þrífst best í sól og vel framræstum, frjóum jarðvegi.