Blámelur
Blámelur er meðalhá grastegund með grófu, blágrænu laufi. Stráin eru grágræn í fyrstu en verða svo gulbrún þegar þau þroskast. Ég ræktaði þessa plöntu af fræi og hún óx hægt í fyrstu, en svo kom í ljós að hún sendir upp kröftug rótarskot, svo ég plantaði henni í niðurgrafinn pott. Það hefur dugað til að halda henni í skefjum hingað til. Hún er mjög formfögur og nýtur sín best þar sem hún er ekki aðþrengd af öðrum plöntum. Ef stráin brotna ekki í roki, standa þau langt frameftir vetri.