Blávingull
'Compact Blue' er garðaafbrigði af blávingli sem myndar þéttan, kúlulaga brúsk af þráðlaga, grábláu laufi. Hann lifði hjá mér í 2-3 ár, blómstraði einu sinni, en svo kom erfiður vetur sem varð honum um megn. Ég man ekki alveg hvort það var veturinn 2017-2018 eða 2018-2019, en það var fleira sem tapaðist þá en þessi planta. Blávingull kann hvorki við skugga né bleytu, hann vex í sendnum, vel framræstum jarðvegi á berangri þar sem ekkert skyggir á hann. Algengur um allt land. Þetta garðaafbrigði þarf sömu skilyrði til að þrífast vel.