Það var ást við fyrstu sýn þegar ég sá mynd af þessari plöntu fyrst fyrir nokkrum árum. Ég hef haft augun opin fyrir fræi af því síðan, en ekki fundið, svo þegar ég rakst á þessa plöntu í Garðheimum í vor, þá var það aldrei spurning um að hún væri á leið með mér heim. Ég vona svo innilega að hún muni lifa. Ég tók þó smá anga af henni og geymi í gróðurhúsinu til vara. Eftir því sem ég kemst næst, þá þrífst hún best í hálfskugga, í lífefnaríkum, vel framræstum, rökum jarðvegi. Vonum það besta.
top of page
bottom of page