Silkibygg
Silkibygg er líklegast sú skrautgrastegund sem er algengust í ræktun hér, kannski að randagrasinu undanskildu. Þetta er sérstaklega falleg tegund, með silkihærðum, purpurableikum öxum. Það er því miður einært, en getur haldið sér við með sjálfsáningu við góð skilyrði. Ég sáði fyrir því fyrir mörgum árum og það hélt sér við í a.m.k. fimm ár. Það þarf frekar sólríkan stað og vel framræstan jarðveg, en gerir annars ekki miklar jarðvegskröfur. Það kann betur við sig í hæfilega rökum jarðvegi, en þolir þó nokkurn þurrk.