Skrautpuntur
'Aureum' er afbrigði af skrautpunti með gulgrænu laufi. Þetta er mjög blaðfögur planta og að auki eru puntstráin mjög formfögur, svo það mætti segja að hún hafi allan pakkan. Ég ræktaði þessa plöntu af fræi fyrir mörgum árum. Hún fór hægt af stað og virtist í fyrstu ekki ætla að ná mikilli grósku, en tók svo hressilega við sér og hefur vaxið vel og blómstrað árlega. Hún vex í sól eða hálfskugga, í vel framræstum, rökum jarðvegi.