Bláax
Ég rakst á þessa plöntu í garðyrkjustöð í fyrra sumar og ákvað að kaupa hana án þess að vita neitt um hana. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún þrífst ljómandi vel, er með falllegt lauf og blómstrar mjög sérkennandi, fíngerðum puntum sem standa fram á vetur. Kjöraðstæður eru sól eða hálfskuggi í vel framræstum, rökum jarðvegi.