Fjallaþinur
Fjallaþinur er sígrænt barrtré með mjúkt, blágrænt barr. Hann getur náð um 6 - 15 m hæð hér á landi. Hann þarf frekar skjólgóðan stað til að þrífast vel, annars getur hann kalið. Hann getur vaxið í sól eða skugga og kýs helst frekar súran, frjóan, vel framræstan jarðveg.
Ég hef ekki reynslu af þessari tegund, myndin er tekin við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.
Hafið þið reynslu af þessari tegund sem þið viljið deila?