Síberíuþinur
Síberíuþinur er sígrænt barrtré með mjúku, fagurgrænu barri. Þetta er mjög fíngert og fallegt tré sem hefur áberandi langa toppsprota svo það verður svolítið bert í toppinn, en greinarnar þétta sig svo með aldrinum, svo það er mjög þétt og fallegt að öðru leiti. Því hættir við kali ef skjólið er ekki nægilega gott og eins í síðbúnum vorhretum. Það þrífst best í frjóum, vel framræstum, aðeins súrum jarðvegi og getur vaxið hvort heldur sem er í sól eða hálfskugga.
Ég hef ekki persónulega reynslu af þessari tegund, en sá þetta fallega tré í Nátthaga í Ölvusi núna í haust.
Hver er ykkar reynsla af síberíuþin?