Síberíuhlynur
Síberíuhlynur er stórvaxinn runni, eða lítið, margstofnatré með gljáandi, grænu laufi sem fær gula og eldrauða haustliti. Hann vex við meginlandsloftslag í heimkynnum sínum í Síberíu og N-Kína og er því mjög frostþolinn, en honum hættir við kali hér á landi. Ég átti plöntu í mjög skamman tíma, en hún kól mikið og varð ekki langlíf. Þarf gott skjól og vel framræstan, aðeins súran jarðveg í sól eða hálfskugga.
Hafið þið reynslu af þessari tegund?