Broddhlynur
Broddhlynur getur orðið stórt tré, yfir 30 m á hæð erlendis, en verður töluvert lægri hér á landi. Honum hættir við töluverðu kali ef skjólið er ekki nægilega gott sem heldur hæðinni í skefjum. Laufið er grænt og gljáandi og skiptist í fimm flipa með oddmjóum endum. Hann fær fallega gula og appelsínugula haustliti þegar hann nær að skipta lit fyrir frost. Hann þrífst best á frekar sólríkum, skjólgóðum stað, en getur vel vaxið í skugga part úr degi. Jarðvegurinn þarf að vera frekar vel framræstur, en þó rakur, en gerir ekki aðrar kröfur um jarðvegsgerðir. Mjög fallegt tré.
Hvernig er ykkar reynsla af þessari tegund?