Broddhlynur
'Prairie Splendor' er kanadískt yrki af broddhlyn með purpurarautt lauf sem á að vera mjög frostþolið. Þetta eru fræplöntur af op (open pollinated) fræjum af þessari sort sem Rick Durand hjá Bylands nurseries í Kanada safnaði og sendi rósaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands. Ég fékk upp tvær plöntur sem báðar eru með grænu laufi, en þó er litbrigðamunur á þeim. Þær eru báðar mjög fallegar og fá gula og appelsínugula haustliti. Þær hafa vaxið ágætlega hingað til að lítið sem ekkert kalið. Það verður áhugavert að sjá hvað verður úr þeim.
Eru fleiri að rækta upp plöntur af þessu fræi? Hvernig hafa þær reynst?