Broddhlynur
'Royal Red' er rauðblaðayrki af broddhlyn sem skv. upplýsingum á vefsíðu Lystigarðs Akureyrar er harðgerðasta rauðblaðayrkið sem er í ræktun hér. Hann hefur reynst alveg þokkalega hjá mér, kelur yfirleitt eitthvað í toppinn, en nær þó að bæta við hæðina jafnt og þétt. Minn vex í frekar miklum skugga, hann fær einhverja morgunsól, en er svo í skugga megnið af deginum á meðan það er ekki hærra. Ég er að vonast til að hann nái að teygja sig upp fyrir garðvegginn og þá fær hann betri sól. Mér finnst liturinn á laufinu vera helst til mikið grænmengaður, en mögulega hefur skortur á sólarljósi eitthvað með það að gera. Ef hann nær að teygja sig upp í sólina, kemur í ljós hvort liturinn verði rauðari.
Hver er ykkar reynsla af þessari sort?