Garðahlynur
Garðahlynur er stórvaxið tré með breiða krónu, allt að 30 m á hæð erlendis, en um 10 m hér. Þetta er eina hlyntegundin sem hefur náð fullum þroska hér á landi, mögulega af því hún er sú tegund sem hefur verið lengst í ræktun. Í grónum hverfum má finna mörg stæðileg tré sem blómstra og þroska fræ. Sjálfsánar plönur eiga þó erfitt uppdráttar, þær þurfa mjög góð skilyrði fyrstu árin til að ná sér á strik. Það finnast þó sjálfsánar plöntur sem hafa lent á góðum stað og náð að vaxa upp í lífvænlega stærð.
Garðahlynur er glæsilegt tré, en verður allt of stórt fyrir venjulega heimilisgarða.