Garðahlynur
'Brilliantissimum' er fallegt yrki af garðahlyn með litríku laufi. Það verður lítið tré um 4-8 m á hæð erlendis, en óvíst hvað það nær að verða stórt hér á landi þar sem það hefur ekki verið lengi í ræktun hér. Laufið er ljósbleikt í fyrstu, verður svo föl gulgrænt og að endingu grænt með kremhvítum flekkjum. Ef það nær að skipta í haustliti eru þeir gylltir. Blómin eru gulgræn, en það blómstrar lítið og óvíst hvort það mun einhverntíma blómstra hér. Ég eignaðist tréð mitt sumarið 2020 og gróðursetti það á stað sem er þokkalega skýldur, en þó ekki með full komið skjól fyrir norðanáttinni. Ég átti því alveg eins von á því að það yrði ekki langlíft hjá mér. Það kól lítið fyrsta veturinn og óx ágætlega síðasta sumar, svo það mun vonandi staldra lengur við en ég átti von á.
Hafið þið reynslu af þessu fallega yrki?