Stjörnuhlynur er smávaxið tré sem verður um 4-6 m á hæð erlendis. 'Aureum' er afbrigði með gulgrænu laufi. Reynsla af ræktun hans hér á landi er takmörkuð, en hann þarf líklega sömu vaxtarskilyrði og japanshlynur og vetrarskýlingu, ef hann vex ekki á þeim mun skjólbetri stað. Hauslitirnir eru gylltir.
Hefur einhver reynslu af ræktun þessa fallega trés?